Starborne: Frontiers valið á lista leikja sem starfsmenn Apple mæla með
9/24/2024
Leikur Solid Clouds, Starborne: Frontiers var valinn á listann "What We’re Playing" hjá Apple í 109 löndum. Leikir sem komast inn á þennan lista eru handvaldir af starfsmönnum Apple út frá því hvað þeir sjálfir eru að spila. Þessi viðurkenning hefur orðið til þess að heilmikið af Apple notendum hafa bæst í spilarahóp Starborne Frontiers síðustu daga.
“Það er gaman að sjá nýja spilara bætast í hópinn," segir Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, "Við gerðum Starborne: Frontiers fyrir spilara sem elska herkænsku og að kanna óravíddir alheimsins, og það er frábært að sjá aukna athygli á leiknum".