Starborne: Frontiers trendar á Steam

Back to news list

Starborne: Frontiers trendar á Steam

18.10.2024

Starborne: Frontiers, nýjasti leikur Solid Clouds, hefur verið gefinn út á leikjaveitunni Steam, sem er með yfir 130 milljónir mánaðarlegra notenda. Viðtökur spilara hafa verið góðar, og hafa nú þegar hátt í 10.000 spilara náð í leikinn og bætt honum í leikjasafnið sitt. Starborne: Frontiers komst í þriðja sæti í flokknum „New and Trending“ / „Free to Play“ leikjum.

„Það er frábært að Starborne: Frontiers sé kominn út á Steam eftir mikla vinnu, og það er frábært að fá þessi góðu viðbrögð strax í byrjun og sjá leikinn okkar vaxa“ segir Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds.