Starborne: Frontiers, slær met í spilunartíma

Back to news list

Starborne: Frontiers, slær met í spilunartíma

16.9.2024

Viðburðurinn, Global Fenri Game Event, innan leiksins Starborne Frontiers leiddi til nýs mets í spilatíma en hann var sá stærsti í leiknum frá upphafi. Spilarar frá öllum heimshornum komu saman til að leysa sameiginlega þraut innan leiksins í samkeppni við hverja aðra og fengu þeir sem skoruðu hæst verðlaun. Fenri viðburðurinn opnaði síðan nýtt efni innan leiksins (e. game content) fyrir allt samfélag spilara og vakti það mikla lukku þeirra. Er þetta ný nálgun til að kynna og opna nýja vídd innan leiksins fyrir spilara í leik fyrir snjalltæki (e. mobile game).

Leikjaviðburðurinn varð til þess að spilatími jókst verulega á meðan honum stóð. Meðaltími í hverri spilalotu leikmanna (e. session length) hækkaði um 45%, frá 55 mínútum í 1 klukkustund og 20 mínútur. Þessi mikla aukning undirstrikar hvað Fenri viðburðurinn hafði mikil jákvæð áhrif á leikinn og samfélag spilara. Fjöldi spilara og virkni þeirra hefur stöðugt aukist frá áramótum og heildarspilatími allra leikmanna hefur þrefaldast frá ársbyrjun.

,,Við erum virkilega stolt að sjá árangurinn af þessari nýjung, sem er nýsköpun í heimi leikja fyrir snjalltæki. Viðburðurinn skilaði mikilli ánægju í samfélagi spilara, sem leiddi til þess að við settum nýtt met í spilatíma”, segir Aron Ólafsson CMO hjá Solid Clouds.

play_hours.png